Að minnsta kosti 137 eru látnir og hundruð eru særðir eftir sprengju­á­rásir víðs vegar um Srí Lanka. Talið er að sprengingarnar hafi verið að minnsta kosti sex talsins og var þeim einkum beint að hótelum og kirkjum.

Þannig sprakk sprengja í St. Sebastíans­kirkjunni í borginni Negombó en talið er að 67 hafi látist þar. Þá lést fjöldi fólks vegna sprenginga á helgi­staðnum St. Ant­hony's í Kochchika­de í höfuð­borginni Kolombó. Einn lést á veitinga­stað á hótelinu Cinna­mon Grand, sem er skammt frá hús­næði for­sætis­ráð­herra landsins.

Í St. Anthony's í Kochchika­de í höfuð­borginni Kolombó.
Fréttablaðið/AFP

Enginn hefur lýst yfir á­byrgð vegna á­rásanna en óttast hefur verið að víga­menn Íslamska ríkisins hafi verið að gera sér leið inn í landið að undan­förnu að því er BBC greinir frá.

„Ég for­dæmi þessa hug­lausu árás á okkar fólk í dag. Ég kalla jafn­framt eftir því, á þessum erfiðu tímum, að Srí Lanka-menn að standi saman og sýni styrk. Ríkis­stjórnin hyggst bregðast við um leið til ná tökum á þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Ranil Wic­kremesing­he, for­sætis­ráð­herra Srí Lanka, í Twitter-færslu.

Frétt BBC um málið.