97 ára gömul kona er búin að ná sér af kórónaveirunni í Suður-Kóreu og er 104 ára gömul kona á batavegi á sama spítala.

Þetta kemur fram á vef Korea Times í dag. Alls hafa 9241 greinst með COVID-19 í Suður-Kóreu og er tæplega helmingur þeirra búin að ná sér að fullu.

Konurnar voru á spítala í Pohang, Suður-Kóreu og er 97 ára gamla konan komin heim í einangrun til að koma í veg fyrir endursmit.

Hún greindist með veiruna þann 13. mars síðastliðinn en var búin að ná að hrista það af sér á tæpum tveimur vikum.