Alls greindust 96 smit innanlands í gær. Frá þessu er greint á RÚV en þar er rætt við yfir­lækni smit­sjúk­dóma­deildar, Má Kristjáns­son. Deildinni var fyrr í vikunni breytt aftur í Co­vid-deild.

Alls hafa fleiri en 500 greinst með Co­vid í þessari viku. Tölur hafa ekki verið upp­færðar síðan í gær á co­vid.is þannig það liggur ekki fyrir hversu hátt hlut­fall var í sótt­kví við greiningu eða er bólu­sett.

Fram kemur í frétt RÚV að það liggi nú þrír á gjör­gæslu með Co­vid og að meðal­aldur inn­lagðra sé yngri en áður. Alls eru um 900 í eftir­liti hjá göngu­deild Co­vid.

Alls hafa fleiri en 500 greinst með Covid í þessari viku. Tölur hafa ekki verið uppfærðar síðan í gær á covid.is þannig það liggur ekki fyrir hversu hátt hlutfall var í sóttkví við greiningu eða er bólusett.

Fram kemur í frétt RÚV að það liggi nú þrír á gjörgæslu með Covid og að meðalaldur innlagðra sé yngri en áður. Alls eru um 900 í eftirliti hjá göngudeild Covid.