Þýsk kona er sökuð um að hafa tekið þátt í dauða meira en tíu þúsund manns er hún starfaði fyrir yfir­mann út­rýmingar­búða nas­ista í síðari heims­styrj­öld. Hún er 95 ára gömul og býr á dvalar­heimili í ná­grenni Ham­burg í Þýska­landi sam­kvæmt breska ríkis­út­varpinu BBC.

Í þýskum fjöl­miðlum er konan nefnd Irm­gard F. Hún var ritari yfir­manns Stutt­hof út­rýmingar­búðanna í ná­grenni Gdansk í Pól­landi og er á­sökuð um, í krafti starfs síns, að hafa „að­stoðað við morðin á meira en tíu þúsund manns“ sam­kvæmt sak­sóknara.

Katrín, her­toga­ynjan af Cam­brid­ge, og Vil­hjálmur Breta­prins heim­sóttu Stutt­hof árið 2017. Eftir­lif­endurnir Man­fred Gold­berg og Zigi Shipper veittu þeim leið­sögn um fanga­vist sína þar.
Fréttablaðið/EPA

Mál hennar er nú á borði ung­­menna­­dóm­­stóls í Slés­­vík-Holt­­seta­landi þar sem konan var yngri en 21 árs er hún starfaði í út­­rýmingar­búðunum og því undir lög­aldri sam­­kvæmt þýskum lögum. Hún segist ekki hafa vitað til þess að gasi hafi verið beitt til að myrða fólk í Stutt­hof er hún starfaði þar.

Í Stutt­hof létust um 65 þúsund manns frá því búðirnar voru reistar árið 1939 uns Sovét­­menn frelsuðu fangana þar í maí 1945. Byrjað var að nota gas­­klefa í búðunum til að myrða fanga í júní 1944. Í heild var um hundrað þúsund manns haldið föngnum þar við ömur­­legar að­­stæður og lést fjöldi úr sjúk­­dómum og hungri, auk skipu­lagðra morða með gasi og ban­vænum sprautum.

Fórnar­lömbin voru einkum gyðingar sem nas­istar vildu út­­rýma á þeim svæðum sem þeir her­tóku í seinni heims­­styrj­­öldinni. Auk þess myrtu þeir Pól­verja og sovéska stríðs­­fanga í Stutt­hof.