Styrkjum út Jafnréttisjóð fyrir árið 2019 var úthlutað í Hörpu í gær en alls fengu 17 verkefni styrk að andvirði 91 milljón króna. Mikil fjölbreytni var meðal styrkþega í ár en styrkir voru meðal annars veittir til rannsókna á kynbundnu ofbeldi og stöðu erlendra kvenna á Íslandi.

Hátíðlegur bragur var við úthlutanir Jafnréttissjóðs í Björtusölum Hörpu í gær. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti styrkina við mikinn fögnuð. Við athöfnina sagði Katrín þekkingu vera undirstöðu þess að hægt væri að framkvæma nauðsynleg verkefni. Markmið Jafnréttissjóðs er að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Í ár bárust alls 76 umsóknir í sjóðinn en mun færri hlutu styrk en sóttu um. Sjóðurinn var stofnaður á hundrað ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna árið 2015 en hann nýtur framlaga af fjárlögum milli 2016-2020. Í ár líkt og síðustu fjögur ár hefur var sjóðnum úthlutað 100 milljónum.

Þrjú verkefni hlutu níu milljón króna styrki sem voru hæstu styrkirnir í ár. Níu milljón króna styrk hlaut Stígamót fyrir verkefnið Sjúk ást sem ætlað er að vera forvörn með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki en þau bjóða meðal annars upp á fræðslu í skólum fyrir börn á unglingastigi. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, hagfræðingur, fékk styrk fyrir verkefnið Verðmat miska vegna kynferðislegrar áreitni. Einnig hlaut Silja Bára Ómarsdóttir styrk til rannsóknarinnar Árangur gegn alþjóðlegu bakslagi – Þungunarrof á Íslandi og Írlandi.

Lista yfir alla styrkþega má nálgast hér.