Allt að 900 starfs­­menn streymis­­þjónustunnar Net­flix eru á leið til landsins í skemmti­­ferð sam­­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins.

Net­flix opnaði fyrir Ís­land árið 2016 og vakti strax mikla at­hygli. Starfs­­menn streymis­veitunnar hafa að sjálf­­sögðu komið áður til Ís­lands en fjölda­margir þættir hafa verið teknir upp á Ís­landi. Þar má nefna Lost in Space, Black Mirror og Sen­­se 8. Þeir hafa þó aldrei áður verið svo margir í einni ferð og mun starfs­hópurinn að öllum líkindum ferðast um landið.

Fyrir­­­tækið Discover True North, sem er hluti af kvik­­mynda­­fram­­leiðslu­­fyrir­­­tækinu True North, sér um ferða­lag Net­flix starfs­manna. Á meðal er­­lendra verk­efna True North má nefna Black Mirror, Fast & Furious 8, Justice Leagu­e, The Secret Life of Walter Mitty, Jason Bour­ne, Blade Runn­er 2049 og Star Wars myndirnar Rogu­e One, The Force Awa­­kens og The Last Jedi.