Fimmtu­daginn 19. ágúst verður boðið upp á örvunar­skammt með mRNA bólu­efni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr, það eru 90 ára og eldri. Bólu­sett verður í Laugar­dals­höll.

Í til­kynningu kemur fram að flestir á þessum aldri fengu fyrri bólu­setningu í janúar eða febrúar og seinni bólu­setningu um miðjan febrúar. Um sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá seinni skammti af bólu­efni.

Þá segir að SMS boð verði ekki send út en beðið er um að fólk sem er fætt fyrri hluta árs, janúar til júní, komi á milli kl. 10:00 og 11:00 og að fólk sem er fætt seinni hluta árs, júlí til desember, komi á milli kl. 11:00 og 12:00.

Bólu­sett er í axlar­vöðva og í al­mennu rými. Gott er að vera í stutt­erma­bol innst klæða. Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólu­setning er gefin.