Nú hafa alls 119 and­lát vegna Co­vid-19 verið til­kynnt til sótt­varna­læknis frá upp­hafi far­aldursins í mars 2020. Af þeim voru 82 and­lát á þessu ári, átta á síðasta ári og 29 árið 2020. 101 and­látanna voru ein­staklingar 70 ára eða eldri, 85 prósent allra and­láta vegna Co­vid-19.

Þetta kemur fram í pistli sótt­varna­læknis á vef em­bættis land­læknis. Fjöldi and­láta sem birtur er á co­vid.is er háður til­kynningum lækna og stofnanna um and­lát þar sem Co­vid-19 var or­sök eða með­verkandi þáttur í dauðs­falli.

Í lok febrúar síðast­liðinn sendu sótt­varna­læknir og land­læknis leið­beiningar til sam­ræmingar á skil­greiningu dauðs­falla vegna Co­vid-19.

Sam­kvæmt því sem kemur fram í pistlinum kom 61 til­kynning um and­lát frá Land­spítala og 40 frá hjúkrunar­heimilum. Til­kynningar hófu fyrst að berast frá hjúkrunar­heimilum í lok febrúar síðast­liðinn en fram að því höfðu til­kynningar að­eins borist frá sjúkra­stofnunum.

Ekki marktæk aukning að meðaltali

Þegar skoðað er hversu mörg dauðs­föll eiga sér stað og sá fjöldi borinn saman við fjölda dauðs­falla undan­farinna ára er hægt að skoða um­fram­dauðs­föll, sem getur varpað ljósi á raun­veru­leg á­hrif far­aldursins.

„Lönd Norður Evrópu hafa al­mennt færri um­fram­dauðs­föll en önnur Evrópu­lönd,“ segir í pistlinum. „Sér­staka at­hygli vekur hversu fá um­frams­dauðs­föll hafa verið á Norður­löndunum nema í Sví­þjóð.“

Sam­kvæmt pistlinum er ekki töl­fræði­lega mark­tækur munur á dauðs­föllum milli ára fyrir og á meðan á far­aldrinum stóð, þrátt fyrir nokkra aukningu and­láta í mars 2022. Einungis er að finna mark­tæka fjölgun and­láta hjá ein­stak­lingum 70 ára og eldri í mars 2022.

„Lík­lega má skýra þessa fjölgun and­láta af mikilli út­breiðslu CO­VID-19 á þessum tíma,“ segir í pistlinum. „At­hyglis­vert er að mark­tæk fækkun and­láta hjá 70 ára og eldri sást hins vegar í júní til septem­ber 2020 og í janúar til mars auk septem­ber og októ­ber 2021. Þessi mark­tæka fækkun skýrist vafa­laust af þeim sótt­varna­að­gerðum sem þá voru í gildi sem drógu veru­lega úr sýkingum al­mennt.“

Fjöldi andláta, allur aldur, allar orsakir.
Mynd/Embætti landlæknis
Fjöldi andláta hjá 70 ára og eldri, allar orsakir.
Mynd/Embætti landlæknis

Á myndunum hér að ofan má sjá samanburð á fjölda dauðsfalla, óháð orsökum. Á fyrri myndinni eru öll andlát óháð aldri en á seinni myndinni eru andlát hjá einstaklingum 70 ára og eldri. Á báðum myndum má sjá andlát undanfarinna þriggja ára borin saman við meðaltal áranna 2012--2019.