Alls 84 smit greindust í gær með kórónu­veiruna og voru um þeirra sex­tíu prósent í sótt­kví.

Fjór­tán ein­staklingar liggja nú á sjúkra­húsi og þar af tveir á gjör­gæslu­deild Land­spítalans. 919 eru í ein­angrun og rúm­lega fimm­tán hundruð manns í sótt­kví.
Þetta kemur fram á vef co­vid.is í upp­færðum tölum.