Alls greindust 84 innan­lands­smit í gær. Alls greindust sex smit á landa­mærunum

Alls eru 797 ein­staklingar í ein­angrun núna og 1.874 í sótt­kví. Af þeim 797 sem eru í ein­angrun eru 200 börn.

Alls eru þrettán á sjúkra­húsi og einn á gjör­gæslu. Um 40 prósent þeirra sem greindust í gær voru í sótt­kví við greiningu.

Af þeim 84 sem greindust í gær eru 54 bólu­settir, eða 64 prósent. Tekin voru um 3.500 sýni í gær sem er svipaður fjöldi og daginn á undan.

Flestir sem eru í ein­angrun eru á höfuð­borgar­svæðinu en þó­nokkur fjöldi smita er í öllum lands­hlutum utan Austur­lands, Vest­fjarða og Norður­lands vestra. Greint var frá því fyrr í dag að Fjöl­brauta­skóli Suður­lands væri lokaður vegna smita hjá starfs­mönnum skólans.

Nánar á vef co­vid.is hér að neðan.