Í gær greind­ust 96 Co­vid-19 smit inn­an­lands sam­kvæmt upp­færð­um töl­um á vef al­mann­a­varn­a, co­vid.is. Þar af voru 55 full­ból­u­sett og 25 ób­ól­u­sett en stað­a tveggj­a sem greind­ust í gær kem­ur ekki fram á vefn­um. Þá voru 23 í sóttkví við greiningu.

Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Kam­ill­a Sig­ríð­ur Jós­efs­dótt­ir, stað­geng­ill sótt­varn­a­lækn­is, að tölurnar yrðu hugsanlega uppfærðar síðar í dag þar sem enn væri verið að greina sýni frá því í gær. Þannig voru fyrstu tölur dagsins 82.

Í ein­kenn­a­sýn­a­tök­u greind­ust 77 smit og fimm smit greind­ust við sótt­kví­ar- og hand­a­hófs­skim­un. Tek­in voru tæp­leg­a 4.500 sýni í gær, 3.057 í ein­kenn­a­sýn­a­tök­u, 353 sýni tek­in á land­a­mær­un­um, 844 við sótt­kví­ar- og hand­a­hófs­skim­an­ir og 157 sýni tek­in af Ís­lenskr­i erfð­a­grein­ing­u.

Fjór­ir far­þeg­ar greind­ust smit­að­ir á land­a­mær­un­um í gær og bíð­ur einn eft­ir nið­ur­stöð­um mót­efn­a­mæl­ing­ar. Þar af voru þrír ób­ól­u­sett­ir.

Í sótt­kví eru 1.976, í skim­un­ar­sótt­kví eru 1.067 og 695 eru í ein­angr­un. Þá eru tveir á sjúkr­a­hús­i, sami fjöld­i og í gær.

Ný­geng­i smit­a inn­an­lands er nú 176,2 en var 154,3 í fyrr­a­dag. Á land­a­mær­un­um er ný­geng­ið 14,7 en var 14,2 í fyrr­a­dag.

Á mið­nætt­i tóku gild­i hert­ar regl­ur á land­a­mær­un­um sem með­al ann­ars skikk­a ferð­a­menn, hvort sem þeir eru ból­u­sett­ir, ób­ól­u­sett­ir eða með stað­fest fyrr­a smit, til að fram­vís­a nei­kvæð­u Co­vid-próf­i sem ekki má vera eldra en 72 klukk­u­stund­a.

Í fyrr­a­dag greind­ist 71 Co­vid-smit inn­an­lands, að­eins færr­i en síð­ust­u daga þar á und­an. Þó ber að taka til­lit til þess að færr­i sýni eru alla jafn­a tek­in á sunn­u­dög­um.

Mik­ill meir­i­hlut­i smit­aðr­a und­an­far­ið er full­ból­u­sett­ur. Sam­kvæmt co­vid.is eru hér­lend­is 253.666 manns full­ból­u­sett, 85,3 prós­ent 16 ára og eldri, og ból­u­setn­ing haf­in hjá 14.164 til við­bót­ar, eða 4,9 prós­ent þeirr­a sem eru 16 ára og eldri.

Frétt­in hef­ur ver­ið upp­færð.