Alls greindist 81 með kórónuveiruna innanlands í gær, 65 voru í sóttkví við greiningu.

Nýgengni innanlandssmita ,fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 281,2.

58 smit­anna greind­ust í ein­kenna­sýna­tök­um, 22 í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun og einn í skimunum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar.Alls voru 2.789 sýni tek­in.

18 smit greindust við landamærin en beðið er eftir mótefnamælingu úr öllum þeirra. Svo mörg smit hafa ekki greinst á landamærunum frá því í maí síðastliðinn. Smitin eru teng stórum hóp sem kom til landsins í gær og býr hér.

Sem fyrr segir eru 26 einstaklingar nú inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19 og fjölgar um tvo á milli daga. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél.

3.036 eru nú í sóttkví og 1.170 í einangrun.

Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis er nú í gangi. Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni. Gestur fundarins er Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.

Fréttin hefur verið uppfærð.