Einstaklingar fæddir 1939 eða fyrr, á höfuðborgarsvæðinu, sem fengu fyrri bólusetninguna með bóluefni Pfizer fyrir 4.mars verða fullbólusettir í vikunni.

Bólusett verður í dag og á morgun, þriðjudag, í Laugardalshöllinni.

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent boð um bólusetninguna með SMS-skilaboðum. Fólk er beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram. 

Alls er búið að bólu­setja 14.739 ein­stak­linga að fullu og er bólu­setning hafin hjá 23.126 ein­stak­lingum til við­bótar, að því er kemur fram á co­vid.is, en tölurnar voru síðast upp­færðar síðast­liðinn föstu­dag.