Heilsu­gæslan mun bjóða öllum í­búum höfuð­borgar­svæðisins sem eru eldri en 81 árs, það er fæddir 1939 eða fyrr, í bólu­setningu gegn COVID-19 í Laugar­dals­höll í vikunni en bólu­setningin fer fram 2. og 3. mars, á morgun og á mið­viku­dag.

Búið er að senda SMS skila­boð á þá sem verða bólu­settir í vikunni og biður Heilsu­gæslan fólk um að fylgja þeirri tíma­setningu sem þar kemur fram. Þeir sem eru eldri en 81. árs en hafa ekki fengið skila­boð geta mætt á staðinn milli 9 og 15 á dögunum sem bólu­setning fer fram.

Allir þeir sem koma í bólu­setningu eru beðnir um að mæta með skil­ríki og grímu, auk þess sem fólk er beðið um að klæðast þannig að auð­velt sé að ná í stungu­staðinn, í axlar­vöðva. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir bólu­setningu.

Alls er búið að bólu­setja 7.029 ein­stak­linga að fullu og er bólu­setning hafin hjá 12.564 ein­stak­lingum til við­bótar, að því er kemur fram á co­vid.is, en tölurnar voru síðast upp­færðar síðast­liðinn föstu­dag.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja alla 70 ára og eldri og framlínustarfsmenn fyrir lok mars.