Alls greindust 80 með COVID-19 innanlands að því er fram á vef Almannavarna.

Smitum fjölgar því verulega milli daga en í gær var greint frá því að 46 einstaklingar hefðu smitast inn­an­lands en 74 prós­ent af þeim voru ób­ól­u­settir.

Sama gildir í dag, meirihluti reyndist óbólusettur eða 60 prósent. Af þeim sem greindust voru 70 með einkenni en 10 greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. Alls voru 37 utan sóttkvíar við greiningu.

Nóg var að gera hjá veirufræðideildinni en rúmlega 3500 sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 844 í einangrun með virkt smit og eru nú 2.079 í sóttkví.

Þrjú greindust á landamærunum. Tvö af þeim voru fullbólusett og einn óbólusettur.

Á Landspítala eru nú ellefu inniliggjandi á sjúkrahúsi og tvö á gjörgæslu en í gær var aðeins einn sjúklingur á gjörgæslu.