Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að innan við fimmtungur starfsmanna flugfélagsins WOW air sé komin með vinnu eftir gjaldþrot fyrirtækisins í apríl. Hún telur þó að hluti hópsins hafi fengið vinnu strax eftir fall fyrirtækisins og hafi þar af leiðandi ekki farið á atvinnuleysisskrá.

Lítil eftirspurn og einsleitur starfshópur

Hún segir 780 manns hafa sótt um atvinnuleysisbætur í apríl og af þeim hóp séu 608 enn án atvinnu. Unnur segir lágt hlutfallið útskýrast af litlu vinnuframboði á Íslandi sem og einsleitum starfsmannahópi. Í kring um þúsund manns misstu vinnuna við fall WOW air

Unnur segist þó vera bjartsýn á að ástandið lagist með haustinu og að ekki sé um mjög óeðlilega sveiflu að ræða.