Átta­tíu Co­vid smit greindust innan­lands í gær og tíu á landa­mærunum. Alls voru 39 þeirra sem greindust smitaðir í sótt­kví við greiningu.

Tólf manns hafa nú greinst með Ó­míkron af­brigðið á Ís­landi, sem er tveimur fleiri en í gær. Alls eru 1.389 í ein­angrun og 1.865 eru í sótt­kví.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá al­manna­vörnum en aðrar töl­fræði­upp­lýsingar verða ekki að­gengi­legar fyrr en á morgun þegar co­vid.is verður upp­færð. Teljast þessar tölur því bráða­birgða­tölur.