Í gær greind­ust 78 Co­vid-19 smit inn­an­lands sam­kvæmt ný­upp­færð­um töl­um á co­vid.is og voru 59 ekki í sóttkví í greiningu. Af þessum 78 voru 52 fullbólusett og fimm fengið fyrstu sprautu. Átján voru óbólusett.

Í einkennasýnatöku greindust 69 smit og níu við sóttkvíar- og handahófsskimun.

Í fyrr­a­dag greind­ust 56 inn­an­lands og höfð­u aldr­ei greinst jafn mörg smit á ein­um degi á þess­u ári. Þá voru 18 í sóttkví og 43 voru fullbólusett.

Nú eru 723 í sótt­kví, 1.111 í skim­un­ar­sótt­kví og 287 í ein­angr­un. Einn er á sjúkr­a­hús­i. Þá eru 252.152 fullbólusett.

Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smita á hverja þúsund íbúa, er 63,5. Ef nýgengið verður meira en 75 er Ísland orðið appelsínugult svæði en það er grænt eins og sakir standa. Litakerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna faraldursins verður uppfært eftir viku.

Nýgengi smita á landamærunum er 16,1.

Upp­lýs­ing­a­fund­ur al­mann­a­varn­a um stöð­un­a í bar­átt­unn­i við far­ald­ur­inn hefst klukk­an 11.

Frétt­in hefur verið upp­færð.