Í gær greindust alls 80 smit, en af þeim voru 77 innanlands og þrjú á landamærunum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá almannavörnum. Þar kemur fram að af þeim sem greindust voru 34 í sóttkví.

Alls eru núna 1.617 í einangrun og 2.021 í sóttkví.

Eins og áður um helgar þá teljast þessar tölur sem bráðabirgðatölur og hægt verður að kynna sér nánar tölurnar þegar þær verða uppfærðar á vef covid.is á morgun.

Í dag tóku gildi hertar reglur á landamærunum vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, Ómíkrón, en afbrigðið hefur greinst í fjölda landa um allan heim og talið líklegt að það muni dreifast hratt um heiminn.