Alls létust 76 manns af völdum COVID- 19 í Svíþjóð síðastliðin sólarhring. Þetta staðfesta sænsk heilbrigðisyfirvöld.

Eru það flest dauðsföll á ein­um sól­ar­hring þar í landi síðan fyrsta smitið greind­ist. Það er fjölgun um 48 frá í gær, en þá létust 28.

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, sagði í viðtali í gær, gera ráð fyrir að þúsundir manna muni láta lífið af völdum COVID-19 þar í landi.

Hafa nú alls 477 sjúklingar látist af völdum veirunnar í Svíþjóð, þar af 282 karlar og 195 konur. Sam­tals hafa 7206 reynst smitaðir.

Sænsk yfirvöld hafa vakið athygli - og líka gagnrýni - fyrir viðbrögð sín við veirufaraldrinum miðað við nágrannalöndin. Sem dæmi má nefna að Svíþjóð hefur valið að halda skólum og leikskólum opnum og enn er hægt að fara á veitingastaði og bari.