Alls hafa sjö­tíu og sex fyrir­tæki fengið yfir milljón krónur í Ferða­gjöf, sam­kvæmt upp­lýsingum frá Ferða­mála­stofu.

Ljóst er að Ís­lendingar hafa verið dug­legir að kaupa sér hótel­gistingar með Ferða­gjöfinni því tuttugu og þrjú hótel hafa fengið yfir milljón krónur. Má þar nefna Hótel Ísa­fjörð, Hótel Vík í Mýr­dal, Hótel Höfn, Hótel Laxá, Hótel Örk, Icelandair hótel Hamar og Hótel Kjarna­lundur svo dæmi séu tekin. Alls hafa Ís­lendingar eytt 110 milljónum í gistingar með Ferða­gjöfinni.

Icelandair Hot­els hafa fengið 16 milljónir af þeirri upp­hæð en ekkert fyrirtæki hefur fengið hærri upphæð af Ferðagjöfinni en Icelandair Hotels.

Fjöl­margir veitinga­staðir hafa einnig notið góðs af gjöfinni til dæmis Ham­borgara­fabrikkan, Greifinn á Akur­eyri, Grill­húsið, Sæta Svínið, Fjall­konan, Sushi Social Fjöru­borðið, Veitinga­húsið Salka og Pakk­húsið.

Ekki hafa allir þó á­kveðið að eyða Ferða­gjöfinni á fínni veitinga­stöðum en Subway, Domino’s Pizza og KFC hafa öll fengið yfir milljón. Veitinga­staðir í heild sinni hafa fengið 91 milljón króna.

Ís­lendingar hafa alls eytt 101 milljón í af­þreyingu af Ferða­gjöfinni í sumar. Sæ­ferðir, Bjór­böðin, Krauma, The Cave, Vök Bat­hs, Bláa lónið og Bað­húsið hafa öll fengið yfir milljón krónur, svo dæmi séu tekin.