Alls greindust 75 smit innanlands síðastliðinn sólarhring samkvæmt tölum sem birtar voru á vef Almannavarna klukkan 11:00. Af þeim smituðu voru 49 prósent í sóttkví við greiningu, eða 37 einstaklingar. Tveir eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. 

Smitum hefur fjölgað tölu­vert undan­farna daga en í gær var greint frá því að 21 smit hefðu greinst og daginn þar á undan voru smitin 19 talsins. Fjöldi dag­legra smita er því á pari við fjölda dag­legra til­fella í apríl­mánuði.

Síðustu fjóra daga hafa 118 manns greinst með veiruna hér á landi.

Boðað til fundar í dag

Aðeins eitt smit greindist á landamærunum í gær og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar í því tilfelli.

Alls eru 181 einstaklingur í einangrun með virkt smit hér á landi. Frá upphafi hafa 2307 greinst með veiruna og 2116 náð sér eftir að hafa smitast. 

Boðað hefur verið til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis klukkan 14:00 í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reyisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.