Samkvæmt Þjóðskrá eru 73 einstaklingar með skráð lögheimili á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í gær.
Ekki liggur fyrir hversu margir voru raunverulega til heimilis í húsinu.
Langstærstur hluti þeirra sem er með lögheimili skráð í húsinu eru með erlent vegabréf en íslenska kennitölu.
Af þeim sem eru skráðir til heimilis í húsinu eru 28 Pólverjar, 28 Lettar, 12 Litháar, 3 Rúmenar, 1 Spánverji og 1 Íslendingur.