Sam­kvæmt Þjóð­skrá eru 73 ein­staklingar með skráð lög­heimili á Bræðra­borgar­stíg 1 sem brann í gær.

Ekki liggur fyrir hversu margir voru raunverulega til heimilis í húsinu.

Lang­stærstur hluti þeirra sem er með lög­heimili skráð í húsinu eru með er­lent vega­bréf en ís­lenska kenni­tölu.

Af þeim sem eru skráðir til heimilis í húsinu eru 28 Pól­verjar, 28 Lettar, 12 Lit­háar, 3 Rúmenar, 1 Spán­verji og 1 Ís­lendingur.