„Ég vissi að hann væri svika­hrappur,“ segir 73 ára gömul kona, Jean að nafni, í sam­tali við News 12-frétta­stofuna í Banda­ríkjunum. Ó­hætt er að segja að hún hafi komið ó­prúttnum aðila á ó­vart þegar hann reyndi að svíkja af henni peninga í dæmi­gerðu svindli á dögunum.

Allt hófst þetta í þar síðustu viku þegar Jean fékk sím­tal frá manni sem sagðist vera barna­barn hennar. Aumur lýsti maðurinn því að hann hefði verið tekinn fyrir ölvunar­akstur og þyrfti 8.000 dollara, rétt um eina milljón króna, til að losna úr fangelsi gegn tryggingu.

Jean viður­kennir að henni hafi þótt sím­talið ein­kenni­legt, ekki síst í ljósi þess að barna­börn hennar eru öll of ung til að vera komin með bíl­próf. Hún á­kvað hins vegar að spila með – líka þegar meintur lög­maður hafði sam­band og stað­festi, að því er virtist, að 8.000 dollara þyrfti til að losa drenginn úr fangelsi.

Svo fór að Jean hafði sam­band við lög­reglu og mættu full­trúar hennar heim til konunnar og heyrðu sjálfir hluta af sam­skiptunum. Að lokum fór það svo að Jean sagðist vera með 8.000 dollara í peningum heima hjá sér og það eina sem lög­maðurinn þyrfti að gera væri að sækja peninginn.

Þegar skugga­legur ná­ungi mætti á svæðið rétti Jean honum pakka sem í voru saman­brotnar tuskur. Þegar maðurinn gekk frá heimilinu komu svo laganna verðir og tóku hann fastan. Í ljós kom að hinn grunaði er 28 ára og verður hann á­kærður fyrir til­raun til fjár­svika.

Pat­rick Ryder, full­trúi lög­reglu, segir við banda­ríska fjöl­miðla að Jean hafi gert rétt með því að hafa sam­band við lög­reglu og láta hana í málið. Tekið er fram í fréttinni að fjár­svika­til­raunum, sér­stak­lega þar sem reynt er að herja á fólk á eftir­launa­aldri, hafi fjölgað mjög á undan­förnum árum.

Sam­kvæmt tölum FBI, sem Was­hington Post vitnar til, er talið að Banda­ríkja­menn, 60 ára og eldri, hafi tapað einum milljarði Banda­ríkja­dala í sam­bæri­legum málum árið 2020.