Í gær greindist 71 einstaklingur greindust með COVID-19 hér á landi samkvæmt Almannavörnum.

Í einangrun eru 1.102 einstaklingar og 2.167 í sóttkví og 972 í svokallaðri skimunarsóttkví.

Tuttugu og tveir einstaklingar eru á sjúkra­húsi vegna Co­vid, þar af sjö á gjör­gæslu.

Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á 100 þúsund íbúa hér á landi er 355,9 en var 402,2 fyrir akkúrat viku síðan.

10.000 smit

Þá vekur athygli að tíu þúsund manns hafa nú greinst með COVID-19 frá upphafi faraldursins hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með COVID-19 hér á landi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Fréttablaðið setti saman þegar ár var liðið frá upphafi faraldursins. Þá höfðu þrjár bylgjur faraldursins geisað hér á landi og rúmlega sex þúsund manns smitast og bólusetningar nýhafnar.

Nú erum við í miðjum fjórða faraldri en 262.584 manns eru fullbólusettir gegn COVID-19.