Í gær greind­ust 71 Co­vid-smit inn­an­lands og voru 46 utan sótt­kví­ar við grein­ing­u. Engin smit greind­ust á land­a­mær­un­um.

Af þeim sem greind­ust í gær voru 53 full­ból­u­sett, ból­u­setn­ing haf­in hjá ein­um og 16 voru ób­ól­u­sett. Við ein­kenn­a­sýn­a­tök­u greind­ust 61 smit og tíu greind­ust við sótt­kví­ar- og hand­a­hófs­skim­un.

Í gær voru tek­in 2.366 inn­an­lands­sýn­i, 1.567 sýni í ein­kenn­a­sýn­a­tök­u, 500 í fyrr­i og seinn­i land­a­mær­a­sýn­a­tök­u og 799 í sótt­kví­ar- og hand­a­hófs­skim­un.

Ný­geng­i inn­an­lands­smit­a er 154,3 en var 135 í fyrr­a­dag. Ný­geng­i smit­a á land­a­mær­un­um er 14,2 en var 15,3 í fyrr­a­dag.

Nú eru 1.805 í sótt­kví, 1.072 í skim­un­ar­sótt­kví og 612 í ein­angr­un. Tveir eru á sjúkr­a­hús­i og fækk­ar um tvo mill­i daga.

Smit­um og inn­i­liggj­and­i fækk­ar mill­i daga


Í fyrr­a­dag greind­ust 88 smit inn­an­lands og fjór­ir voru á sjúkr­a­hús­i. Þá voru 1.635 í sótt­kví, 1.154 í skim­un­ar­sótt­kví og 548 í ein­angr­un.

Í morg­un voru 145 í ein­angr­un á far­sótt­ar­hús­um en nýtt slíkt var opn­að í gær. Þar dvelj­a fimm­tán manns og gert er ráð fyr­ir að gest­um þeirr­a muni fjölg­a mik­ið eft­ir því sem líð­ur á dag­inn en 53 flug­vél­ar eru vænt­an­leg­ar til lands­ins í dag.

Þá eru 253.666 full­ból­u­sett hér á land­i.

Frétt­in hef­ur ver­ið upp­færð.