Fjöldi þeirra sem látist hafa vegna kóróna­veirunnar sem veldur CO­VID-19 sjúk­dómnum er nú orðinn 700 þúsund á heims­vísu. Þetta kemur fram í gögnum Johns Hop­kins-há­skóla.

Þar kemur fram að rúm­lega 18,5 milljónir smita hafi nú verið stað­fest. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir­­­maður Al­­þjóða­heil­brigðis­­mála­­stofnunarinnar (WHO), lét hafa eftir sér á dögunum að engin töfra­lausn væri til vegna far­aldursins.

Um helmingur skráðra ein­stak­linga sem látist hafa af völdum veirunnar lést í Banda­ríkjunum, Brasilíu, Mexíkó og Bret­landi. Um hundrað þúsund dauðs­föll hafa verið stað­fest undan­farnar þrjár vikur.