Um 700 nem­endur í 9. bekk lentu vand­ræðum í gær þegar þau ætluðu að taka sam­ræmd próf sam­kvæmt upp­lýsingum frá Mennta­mála­stofnun. Um­boðs­maður barna segir það „al­gjör­lega ó­á­sættan­legt“ að í­trekað séu lögð fyrir sam­ræmd próf sem eru metin af skipu­leggj­endum sem „„al­gjör­lega ó­full­nægjandi“ og kalla eftir því að mennta­mála­ráðu­neytið annað hvort tryggi full­nægjandi prófa­kerfi eða leggi prófin niður.

Lilja D. Al­freðs­dóttir, mennta­mála­ráð­herra, var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni og sagði þar að í ráðu­neytinu væri í vinnslu nýtt mats­kerfi sem ætti að inn­leiða á næsta ári. Mats­kerfið er í kostnaðar­greiningu en er hugsað til að leysa af nú­verandi sam­ræmd próf. Hún tók undir á­hyggjur um­boðs­manns en sagði að erfitt væri að koma í veg fyrir slíkra hnökra.

„En eitt­hvað fór úr­skeiðis og að mínu mati gengur það ekki upp. Það gengur ekki upp fyrst og síðast gagn­vart nem­endum,“ sagði Lilja í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Allir nemendur skóla taka próf á sama degi

Í til­kynningu frá Mennta­mál­stofnun í gær kom fram að tækni­leg vanda­mál hafi komið upp sem lýsti sér þannig að fjöldi nem­enda átti erfitt með að komast inn eða duttu út áður en þau höfðu lokið próf­tökunni.

Stofnunin bað nem­endur og starfs­fólk af­sökunar á ó­þægindunum og sögðu að þau væru að greina stöðuna með þjónustu­aðilum sínum.

Í sam­ráði við ráðu­neytið var síðan á­kveðið að fresta sam­ræmdum könnunar­prófum í stærð­fræði og ensku í þessari viku. Skólum er gefinn kostur á að leggja öll þrjú sam­ræmdu könnunar­prófin fyrir á tveggja vikna tíma­bili frá og með næsta mánu­degi. Þannig hafa skólar val um hvaða próf þeir leggja fyrir og hve­nær á tíma­bilinu 15. til 26. mars.

„Allir nem­endur innan hvers skóla verða að taka sama próf á sama degi. Við þessar krefjandi að­stæður hefur ekki verið svig­rúm til að eiga sam­ráð og sam­tal við for­eldra og nem­endur en stefnt er að því næstu daga,“ segir í til­kynningunni.

Með þessu fyrir­komu­lagi telur Mennta­mála­stofnun að hægt verði að leggja sam­ræmd könnunar­próf fyrir með við­unandi hætti og skapa skólum svig­rúm til að ljúka fyrir­lögn þeirra án þess að mikil röskun verði á skóla­starfi.