Alls eru nú 700 ein­staklingar í bið að komast í með­ferð á Vogi. Af þeim eru 100 ein­staklingar komnir með inn­lagnar­dag.

Merkja breytingar á neyslumunstri

Val­gerður Rúnars­dóttir, yfir­læknir á Vogi, segir í svari við fyrir­spurn blaðsins að um sé að ræða aukningu í að­sókn.

„Nú eru um 700 að biðja um inn­lögn, um 100 af þeim eru komnir með inn­lagnar­dag. þetta er aukning þrátt fyrir að af­köst okkar séu þau sömu en áður.“

Hún segir að þau merki breytingar í neyslu­mynstri fólks í dag. Það sé aukning á neyslu kókaíns, ópíóða og sprautu­notkun sem hafi meiri af­leiðingar.

„Al­var­leg staða sem ekki er ein lausn á. En við vildum ein­dregið getað sinnt fleirum í okkar með­ferð. Við gerum mikið og viljum gera meira, því það er þörf á því,“ segir Val­gerður.

Sérstök umræða um fíkniefnafaraldur

Greint var frá því fyrr í dag að sér­stök um­ræða fari fram á þingi seinna í dag þar sem fíkni­efna­far­aldur á Ís­landi verður til um­ræðu. Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, er máls­hefjandi og mun krefja heil­brigðis­ráð­herra svara um bæði úr­ræði fyrir það fólk sem glímir við fíkni­vanda í dag og hvernig eigi að koma í veg fyrir að fleiri á­netjist fíkni­efnum.