Vitundar­vakning og fjár­öflunar­her­ferð Krafts, stuðnings­fé­lag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba­mein og að­stand­endur, hefst 21. janúar og stendur til 4. febrúar. Mark­mið her­ferðarinnar er að vekja at­hygli á hversu marga krabba­mein hefur á­hrif á, selja húfur til styrktar fé­laginu og starf­semi þess sem og afla styrkja fyrir fé­lagið.

„Um 70 ungir ein­staklingar greinast með krabba­mein á hverju ári. Við viljum vekja at­hygli á því að krabba­mein snertir ekki einungis þann sem greinist með krabba­mein heldur fjöl­marga í kringum hann þar á meðal maka, for­eldra, börn, vini, vanda­menn og jafn­vel vinnu­fé­laga. Að meðal­tali má segja að um 7 til 10 nánir að­stand­endur standi að baki hverjum ein­stak­ling,“ segir Hulda Hjálmars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Krafts, í til­kynningu.

Þar kemur fram að til að styðja við starf­semi Krafts geti fólk gerst mánaðar­legir styrktar­aðilar, sent inn staka styrki eða keypt ís­lenska „Lífið er núna“ húfu sem var fram­leidd fyrir á­takið.

„Heiða Nikita hannaði húfuna fyrir okkur og er hún fram­leidd af Varma í sam­starfi við Ístex. Okkur fannst ekkert annað koma til greina en að vera með ís­lenska hönnun og fram­leiðslu á þessum tímum og kemur húfan ein­stak­lega vel út,“ segir Hulda.

Húfan er til í svörtu og appel­sínu­gulu og fæst í vef­verslun Krafts, verslun og vef­verslun Símans og í verslunum Geysis.

Lýsa upp ráðhúsið og háskólann

Appel­sínu­gulur ljómi mun ráða ríkjum í janúar þar sem Ráð­hús Reykja­víkur, Há­skóli Ís­lands, Perlan og Hof á Akur­eyri verða lýst appel­sínu­gul til að vekja fólk til um­hugsunar um ungt fólk og krabba­mein. Eins verður Kirkjan á Sauð­ár­króki lýst appel­sínu­gul þar sem einn við­mælandinn í her­ferðinni er þaðan.

„Við hvetjum auk þess fólk til að deila reynslu sinni á sam­fé­lags­miðlum um það hvernig krabba­mein hefur haft á­hrif á það og sýna þannig sam­stöðu og hversu marga krabba­mein snertir. Það er til að mynda hægt að fara inn á vef­síðuna okkar www.lifi­dernuna.is og fylla þar út form um hvernig krabba­mein hefur haft á­hrif á þig hvort sem þú ert faðir, móðir, vin­kona, sonur o.s.frv. þeim upp­lýsingum geturðu svo deilt á Face­book með sér­stakri mynd. Með því að því að deila sýnir þú sam­stöðu og færð sent til baka upp­lýsingar um þá þjónustu og stuðning sem gæti gagnast þér,“ segir Hulda að lokum.

Loka­hnykkur á­taksins verður þann 4. febrúar, á al­þjóða­degi gegn krabba­meinum. Þá verður settur upp flottur raf­rænn við­burður með frá­bæru lista­fólki sem hægt verður að horfa á í gegnum net­streymi þar sem við miðlum til á­horf­enda hvernig þeir geta styrkt starfið hjá Krafti. Við­burðurinn er í sam­starfi við Vetrar­há­tíð Reykja­víkur og verður nánar sagt frá honum síðar.