Í það minnsta 70 grindhoraðar sandlægjur hafa rekið á land á vesturströnd Bandaríkjanna síðastliðna mánuði. Bandarísk yfirvöld hefja nú rannsókn á þessum óvenjulega atburði. Haffræðingar telja hvalina hafa rekið á land annað hvort vegna loftslagskrísunnar eða vegna offjölgunar.

Þá hafa 37 hvalir rekið á land við Kaliforníu, þrír við Oregon, 25 við Washington fylki og fimm við Alaska. Hvalirnir eru allir grindhoraðir sem bendir til þess að fæðustofn þeirra fer dvínandi. Sandlægjur éta nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október.

Krabbadýr eins og marflær eru stór hluti af fæðustofni hvala og hefur þeim farið fækkandi á norðurskautinu vegna bráðnunar hafíss. Að sögn Reuters eru í kringum 27000 sandlægjur í Norðaustur-Kyrrahafi, og hefur sá hvalastofn aldrei verið jafn stór og nú, eða ekki síðan mælingar hófust árið 1967.

„Norðurskautið er að breytast á ofsafengnum hraða og hvalirnir þurfa að aðlagast,“ sagði Sue Moore, haffræðingur hjá Háskólanum í Washington.

„Norðurskautið er að breytast á ofsafengnum hraða og hvalirnir þurfa að aðlagast.“
Getty images