Alls greindust 67 smit innanlands í gær. Það fjölgar um 200 í sóttkví en fækkar um 20 í einangrun. Aðeins er einn á gjörgæslu núna en í gær voru tveir. Þá fækkar einnig þeim fjölda sem er innlagður en nú eru tíu inniliggjandi en í gær voru ellefu.

Alls voru 31 bólusettir af þeim sem að greindust smituð, eða tæpur helmingur, auk þess sem 53 prósent, eða 43 einstaklingar, voru í sóttkví við greiningu.

Tekin voru um 4.500 sýni í gær.

Fjölga læknum og hjúkrunarfræðingum

Land­spít­al­a verð­ur veitt auk­ið fjár­magn til að fjölg­a stöð­u­gild­um gjör­gæsl­u- og svæf­ing­a­lækn­a um tvö og bæta við einu stöð­u­gild­i sér­náms­lækn­is á gjör­gæsl­u­deild. Bætt verð­ur við fjár­magn­i sem ger­ir kleift að fjölg­a hjúkr­un­ar­fræð­ing­um sem hyggj­a á nám í gjör­gæsl­u­hjúkr­un og opn­að verð­ur fyr­ir að­gang allr­a hjúkr­un­ar­fræð­ing­a sem vilj­a sér­hæf­a sig í gjör­gæsl­u­hjúkr­un til að sækj­a um Bas­ic ICU þjálf­un í herm­i­setr­i Land­spít­al­a. Enn frem­ur verð­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­um sem starf­a á gjör­gæsl­u tryggð sí­mennt­un ár­leg­a.

Frá þess­u er greint í til­kynn­ing­u frá heil­brigð­is­ráð­u­neyt­in­u en þar kem­ur fram að ráð­herr­a féllst á til­lög­ur lands­ráðs um mönn­un og mennt­un heil­brigð­is­stétt­a þess­a efn­is.

Frétt­in hefur verið upp­færð.