Alls greindust minnst 67 smit innanlands í gær samkvæmt vef covid.is. Þar kemur fram að alls voru greind um þrjú þúsund sýni.

Af þeim sem greindust voru 50 bólusett og 46 prósent í sóttkví við greiningu.

Alls eru nú 1.244 í einangrun og 2.155 í sóttkví. Það fjölgar lítillega meðal þeirra sem eru í einangrun en fækkar meðal þeirra sem eru í sóttkví miðað við þær tölur sem voru birtar í gær.

Flestir smitaðir eru á höfuðborgarsvæðinu en smit í öllum landshlutum.

Þrír lagðir inn síðasta sólarhringinn

Alls eru fimmtán á spítala og því má gera ráð fyrir að þrír hafi verið lagðir inn á spítala síðasta sólarhringinn miðað við þær tölur sem voru birtar í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.