67 greindust með kórónaveirusmit í gær og voru 45 þeirra í sóttkví við greiningu eða 67 prósent.

26 sjúklingar eru áfram á spítala með COVID-19. Fjórir eru á gjörgæslu og hefur þar fjölgað um einn.

Allir átján farþegar sem greindust við landamæraskimun í fyrradag reyndust vera með virkt smit.

Í gær var greint frá því að aldrei hafi jafn margir greinst við landamærin á einum sólarhring. Þá kom fram að um hafi verið að ræða hóp fólks búsett á Íslandi sem kom hingað með flugvél frá Póllandi.

Tveir farþegar greindust með veiruna á landamærum í gær og bíða báðir niðurstöðu mótefnamælingar.

2.175 innanlandssýni voru tekin í gær og 540 landamærasýni. Er heildarfjöldi sýna svipaður og daginn áður þegar 81 smit greindust.

1.206 eru nú í einangrun með virkt smit hér á landi. 2.823 eru í sóttkví og fækkar um 212 milli daga en 1.470 eru í skimunarsóttkví.

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka og mælist nú 289,1. Hefur það aldrei mælst hærra hér á landi.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur skilað inn til­lögum sínum um á­fram­haldandi sótt­varnar­að­gerðir til heil­brigðis­ráð­herra en nú­verandi að­gerðir eru í gildi til 19. októ­ber næstkomandi.

Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi í gær að ekki væri mikið svig­rúm fyrir til­slakanir að svo stöddu þar sem enn væru margir að greinast með CO­VID-19 og far­aldurinn í stöðugum vexti, bæði hérlendis og er­lendis.

Fréttin hefur verið uppfærð.