Það hversu ung ís­lenska þjóðin er í saman­burði við önnur lönd út­skýrir lægri út­gjöld til heil­brigðis­mála. Þetta kemur fram í frétt frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytisins sem birtist á vef Stjórnar­ráðsins í gær. Þar segir einnig að frá því að ríkis­stjórnin tók við hafi fram­lög til heil­brigðis­mála hækkað um rúm­lega 28 prósent.

Verja 245 milljörðum í heilbrigðismál á næsta ári

Í fréttinni segir að aldursam­setning þjóðarinnar hafi mikil á­hrif á það hversu miklum fjár­munum er varið til heil­brigðis­kerfisins. Saman­borið við önnur lönd sé ís­lenska þjóðin ung og „aldurs­sam­setning þjóðarinnar er einnig mjög hag­felld í saman­burði við Norður­löndin.“

Fjármálaráðuneytið segir að ef aldurs­sam­setning þjóðarinnar væri sú sama og á Norður­löndunum myndi Ís­land verja 9,3 prósent af lands­fram­leiðslu til heil­brigðis­mála. Út­gjöldin væru þá yfir meðal­tali OECD ríkjanna, en sam­kvæmt út­tekt OECD ver Ís­land nú lægra hlut­falli en önnur ríki innan sam­takanna.

Gert er ráð fyrir því að út­gjöld til heil­brigðis­mála verði 667 þúsund krónur á mann og segir í fréttinni að sam­tals muni 245 milljörðum króna verða varið í heil­brigðis­kerfið. Í fréttinni er tekið fram að það sé að undan­skilinni fjár­festingum í heil­brigðis­kerfinu, svo sem byggingu nýs Lands­spítala.