Skráð voru 666 hegningar­laga­brot á höfuð­borgar­svæðinu í janúar og fækkaði þessum brotum á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðar­skýrslu lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu fyrir janúar 2021.

Til­kynningum um þjófnaði fækkaði tölu­vert á milli mánaða sem og til­kynningum um inn­brot. Það sem af er ári hafa borist um 16 prósent færri til­kynningar um þjófnaði og um 15 prósent færri til­kynningar um inn­brot en bárust að meðal­tali á sama tíma­bili sl. þrjú ár á undan.

Skráðum of­beldis­brotum fjölgaði á milli mánaða sem og til­kynningum um heimilis­of­beldi. Til­vikum þar sem lög­reglu­maður var beittur of­beldi fjölgaði einnig á milli mánaða.

Heimild: Mánaðarskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Kynferðisbrotum fjölgaði til muna

Mikil fjölgun var á skráðum kyn­ferðis­af­brotum í janúar en það má einna helst rekja til að­gerða lög­reglunnar í vændis­málum. Undan­farnar vikur hefur LRH verið í sér­stökum að­gerðum tengt man­sali en vændi er ein af birtingar­myndum mansals. Þetta er einn af þeim þáttum í skipu­lagðri brota­starf­semi sem LRH leggur mikla á­herslu á.

Alls bárust 24 beiðnir um leit að börnum og ung­mennum í janúar og fjölgar þessum beiðnum á milli mánaða.

Skráðum fíkni­efna­brotum fækkaði i á milli mánaða og voru fimm stór­felld fíkni­efna­brot skráð á höfuð­borgar­svæðinu í janúar. Til­kynningum þar sem öku­maður var grunaður um akstur undir á­hrifum á­vana-og fíkni­efna fækkaði á milli mánaða líkt en til­kynningar þar sem öku­maður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði.

Heimild: Mánaðarskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu