Í gær greindust 66 Co­vid-smit innan­lands en voru 80 daginn áður. Af þeim sem greindust í gær voru 38 í sótt­kví við greiningu og 28 utan. Þetta kemur fram í nýjum tölum á co­vid.is.

Nú eru 592 í ein­angrun og fjölgar úr 562. Í sótt­kví eru 1.439 og fækkar úr 1.564. Þá eru 284 í skimunar­sótt­kví.

Það fjölgar um einn á sjúkra­húsi milli daga og eru nú átta inni­liggjandi en enginn á gjör­gæslu sam­kvæmt Land­spítala. Meðal­aldur inni­liggjandi er 56 ár.

Á landa­mærunum greindust á landa­mærunum, þar af sjö virk smit við fyrri skimun og einn mældist með mót­efni.

Ný­gengi á smiti innan­lands, fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undan­farnar tvær vikur, er nú 186, en var 180 í gær. Ný­gengi á smiti á landa­mærum er nú 15,5 en var 13,9 í gær.

Í gær voru tekin voru 1.078 ein­kenna­sýni, 1.239 sýni á lands­mærum og 525 í svo­kallaðri sótt­kvíar- og handa­hófs­skimun.