Alls greindust 66 smit innan­lands í gær. Af þeim voru 38 full­bólu­sett en að­eins 24 í sótt­kví við greiningu, eða 36 prósent. Sex smit greindust á landa­mærunum, allir nema einn voru bólu­sett.

Það fjölgar þeim sem eru í ein­angrun á milli daga, en nú eru alls 653 í ein­angrun með Co­vid. Af þeim eru 189 börn, eða 29 prósent.

Flestir sem eru smitaðir eru eins og áður á höfuð­borgar­svæðinu en smit eru í öllum lands­hlutum nema á Norður­landi vestra og að­eins einn á Austur­landi. Þar er enginn smitaður.

Það fjölgar einnig þeim sem eru í sótt­kví, en nú eru 1.418 í sótt­kví á landinu.

Nánar hér að neðan af co­vid.is.