66 létu lífið og fleiri slasaðir eftir eldsvoða í kjölfar sprengingu við olíuleiðslu í Hidalgo-fylki í Mexíkó. Sprengingin varð í kjölfar olíuleka nærri bænum Tlahuelilpan. Fjöldi íbúa í nágrenninu höfðu lagt leið sína að leiðslunni, með ýmis ílát meðferðis, í þeim tilgangi að ná sér í olíu. Þar af leiðandi var mikill fjöldi staddir við leiðsluna þegar sprengingin varð.

Yfirvöld hafa lokað svæðinu tímabundið, en líkamsleifar fjölda liggja enn á vettvangi. Að minnsta kosti eitt barn er meðal látinna, að því sem fram kemur í frétt BBC um málið. Örvæntingarfullir ættingjar hafa safnast saman á vettvangi og bíða fregna af ástvinum sínum. Í fyrstu var talið að 21 lægu í valnum, en nú er ljóst að tala látinna er töluvert hærri. 

Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vara ekki almenning við þeirri eldhættu sem myndaðist í kjölfar olíulekans, en olíuþjófnaður er alvarlegt vandamál í Mexíkó. 

Myndskeið af vettvangi sýnir umfang eldsins.