Mexico

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Fjöldi fólks slasaðist og á sjöunda tug létu lífið í miklum eldsvoða í Mexíkó í gær. Mikil sprenging varð eftir olíuleka, en fjöldi hafði gert sér ferð að leiðslunni til þess að næla sér í olíu.

Fjöldi fólks slasaðist alvarlega í brunanum. Barn er meðal látinna.

66 létu lífið og fleiri slasaðir eftir eldsvoða í kjölfar sprengingu við olíuleiðslu í Hidalgo-fylki í Mexíkó. Sprengingin varð í kjölfar olíuleka nærri bænum Tlahuelilpan. Fjöldi íbúa í nágrenninu höfðu lagt leið sína að leiðslunni, með ýmis ílát meðferðis, í þeim tilgangi að ná sér í olíu. Þar af leiðandi var mikill fjöldi staddir við leiðsluna þegar sprengingin varð.

Yfirvöld hafa lokað svæðinu tímabundið, en líkamsleifar fjölda liggja enn á vettvangi. Að minnsta kosti eitt barn er meðal látinna, að því sem fram kemur í frétt BBC um málið. Örvæntingarfullir ættingjar hafa safnast saman á vettvangi og bíða fregna af ástvinum sínum. Í fyrstu var talið að 21 lægu í valnum, en nú er ljóst að tala látinna er töluvert hærri. 

Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vara ekki almenning við þeirri eldhættu sem myndaðist í kjölfar olíulekans, en olíuþjófnaður er alvarlegt vandamál í Mexíkó. 

Myndskeið af vettvangi sýnir umfang eldsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Venesúela

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Bandaríkin

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Breska konungsfjölsku

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing