Bandaríkin

64 prósent Banda­ríkja­manna hlynnt fóstur­eyðingum

Tæplega tveir þriðju Bandaríkjamanna vilja að dómur í máli Roe gegn Wade, sem Hæstiréttur dæmdi í árið 1973, standi. Tekist hefur verið á um dóminn í tæplega 45 ár. 28 prósent telja að snúa eigi dómnum við og þá eru 9 prósent óviss.

Roe v. Wade dómur Hæstaréttar féll árið 1973. 64 prósent segjast hlynnt því að hann standi óbreyttur en breytinga er að vænta á skipan dómara Hæstaréttar. Fréttablaðið/AFP

Tæplega tveir þriðju Bandaríkjamanna vilja að dómur í máli Roe gegn Wade, sem Hæstiréttur dæmdi í árið 1973, standi. Í könnun sem Gallup lét framkvæma vestanhafs kemur í ljós að 64 prósent eru hlynnt því að dómurinn standi. Politico greinir frá.

Roe v. Wade dómurinn varð til þess að fóstureyðingar urðu löglegar í Bandaríkjunum en í málinu var látið reyna á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni.

Togstreitan á milli íhalds- og frjálslyndisafla

Aukningin nemur 11 prósent á sex árum en árið 2012 voru 53 prósent hlynnt. Dómurinn hefur reynst þrætuepli íhaldssamra og frjálslyndra í tæplega 45 ár og hefur umræðan orðið háværari að undanförnu.

Ástæðan er skipun nýs dómara við Hæstarétt en Anthony Kennedy, dómari við réttinn til 30 ára, greindi frá því í lok júní að hann hygðist láta af störfum. Gefst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, nú tækifæri til að koma sínum manni í embætti við réttinn en þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hann fær tækifæri til þess.

Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru níu talsins og eins og gefur að skilja hafa dómar þeirra og ákvarðanir umtalsverð áhrif á bandarískt réttarfar. Ýmist eru dómarar réttarins flokkaðir eftir því hvort þeir eru íhaldssamir eða frjálslyndir. Þessi tvö öfl takast ævinlega á en jafnvægið á milli dómara úr hvorri átt hefur alla jafna verið nokkuð jafnt, með sveiflum í aðra hvora áttina. Anthony Kennedy þótti til að mynda vera íhaldssinnaður en átti það til að sveiflast í afstöðu sinni til hinna ýmsu mála.

Ný tilnefning Trump gæti ráðið úrslitum

Þannig dæmdi hann til að mynda með því að samkynja hjónaband yrði leyft og með fóstureyðingum. Trump hefur talað gegn fóstureyðingum og var viðbúið að hann myndi tilnefna dómaraefni sem staðsetti sig gegn Roe v. Wade dómnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Trump tilnefnt íhaldssinnaða hægrimanninn Brett Kavanaugh og fer tilnefning hans nú fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings til staðfestingar.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver afstaða Kavanaugh er til laga um fóstureyðingar en Trump hefur talað með hertari löggjöf og þá sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að hann teldi rétt að snúa Roe v. Wade við. Fari svo að tilnefning Kavanaugh verði staðfest af öldungadeildinni gæti farið svo að atkvæði hans ráði úrslitum um framtíð Roe v. Wade en fjölmiðlar vestanhafs telja líklegt að látið verði reyna á dóminn.

Samkvæmt könnun Gallup sögðust 28 prósent vera hlynnt því að dómnum yrði snúið við en 9 prósent voru óákveðin. 1.291 tóku þátt í könnuninni. Skekkjumörk eru 3 prósent en könnunin var framkvæmd dagana 2.-8. júlí, áður en Trump greindi frá tilnefningu Kavanaugh.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Kenne­dy hæsta­réttar­dómari lætur af störfum

Bandaríkin

Ákvörðunin himnasending fyrir Repúblikana

Bandaríkin

Trump til­nefnir Kavan­augh sem dómara

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing