Í gær greindist 61 einstaklingur með veiruna innanlands en þetta kemur fram á covid.is. Ekki hafa færri greinst innanlands frá því 20. júlí síðastliðinn.

Af þeim sem greindust var 31 með einkenni en 30 greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 31 var utan sóttkvíar við greiningu. 30 voru bólusettir, þrír hálfbólusettir og 28 óbólusettir.

Alls eru nú 1.137 í einangrun með virkt smit hér á landi en þeim fækkar um tæplega 70 milli daga. Í sóttkví eru nú 2.529 í heildina en þeim fjölgar lítillega milli daga. Rúmlega 3.100 sýni voru tekin innanlands í gær.

Á Landspítala eru nú 20 inniliggjandi, þar af sjö á gjörgæslu, en heildarfjöldi sjúklinga fækkar um sex milli daga. Ekki liggur fyrir hversu margir útskrifuðust eða lögðust inn milli daga.

Þrír greindust við landamæraskimun, þar af einn með virkt smit, en beðið er mótefnamælingar úr tveimur sýnum. 936 eru nú í skimunarsóttkví og fækkar þeim lítillega milli daga en tæplega 1.400 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær.

Í gær greindust 108 með veiruna innanlands en af þeim voru 50 utan sóttkvíar við greiningu. 68 voru fullbólusettir, bólusetning var hafin hjá einum, og 39 voru óbólusettir.

Fréttin hefur verið uppfærð.