Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu biður fólk um að halda sig innan­dyra ef því verður við­komið nú í morguns­árið á meðan versta veðrið gengur yfir. Þetta kemur fram í til­kynningu á Face­book.

Eins og fram hefur komið er nú rauð veður­við­vörun i gildi fyrir höfuð­borgar­svæðið, Suður­land, við Faxa­flóa og á Suð­austur­landi.

Í til­kynningunni kemur meðal annars fram að vind­hviður á Kjalar­nesi hafi farið yfir 60 m/s á tíma­bili snemma í morgun. Helstu verk­efni að­gerðar­stjórnar höfuð­borgar­svæðisins hafa hingað til verið á Kjalar­nesi og í efri byggðum.