Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út kaup á búnaði og tilheyrandi framkvæmdir vegna endurnýjunar á vallarlýsingu við gervigrasvelli Þróttar í Laugardal og Leiknis við Austurberg í Breiðholti.

Áætlað er að kostnaður við breytingarnar muni nema 60 milljónum króna.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að verkið felist í að setja upp nýjan lýsingarbúnað með LED lýsingu. Gert er ráð fyrir að núverandi ljósamöstur verði hins vegar óbreytt.

Perur í núverandi búnaði eru ófáanlegar þar sem framleiðsla þeirra hefur verið bönnuð vegna umhverfissjónarmiða. Nýr búnaður verði því mun umhverfisvænni en LED lýsing er orkusparandi.