Hag­stofa Ís­lands hefur birt tölur um efna­hags­að­gerðir vegna kórónvu­eirufar­aldursins. Þar eru teknar saman tölur um að­gerðir stjórn­valda vegna far­aldursins, líkt og hluta­bætur, greiðslu launa á upp­sagnar­fresti, lokunar­styrki, greiðslu launa í sótt­kví, stuðnings­lán, við­bótar­lán, frestun skatt­greiðsla, skatta­frestanir og greiðslu­skjöl.

Tíma­bilið sem tölurnar taka til er frá mars til desember en gögn um frestun skatt­­greiðslna ná til og með nóvember­­mánuði en desem­ber­­mánuður liggur ekki fyrir. Í tölum Hag­stofunnar kemur fram að veittur stuðningur stjórn­valda vegna far­aldursins til rekstrar­­aðila og ein­stak­linga nemur um 60 milljörðum króna. Af því voru um 38,4 milljarðar beinir fjár­­styrkir, um 9,7 milljarðar af frestuðum skatt­­greiðslum og lána­á­byrgðir veittar fyrir um 11,8 milljarða.

Fjár­hæðir stuðningsúr­ræða árið 2020 eftir flokkum í milljónum króna.
Fréttablaðið/Infogram

3.106 rekstrar­aðilar nýtt sér stuðningsúr­ræði


Alls fóru tæpir 35,5 milljarðar króna til stuðnings til 3.106 rekstrar­­aðila, hvort sem um ræðir frestun skatt­­greiðslna, beina styrki eða lána­á­byrgða. Þar af nýttu 708 rekstrar­­aðilar sér meira en eitt úr­­ræði. Alls hefur 23 rekstrar­­aðili sótt um greiðslu­skjól frá því að úr­­ræðið kom til fram­­kvæmdar. Þar hafa 11 rekstrar­­aðila sem nýttu sér eitt­hvað af þessum úr­­ræðum farið fram á gjald­­þrota­­skipti.

Fjöldi við­tak­enda hluta­bóta árið 2020 eftir land­svæðum.
Fréttablaðið/Infogram

Stærstur hluti við­tak­enda hluta­bóta á höfuð­borgar­svæðinu

Heildar­út­gjöld vegna greiðslu at­vinnu­leysis­bóta sam­hliða minnkuðu starfs­hlut­falli (hluta­bóta) námu tæp­lega 24,5 milljörðum króna á við­miðunar­tíma­bilinu, frá mars til desember. Við­tak­endur voru 37.017 talsins á þeim tíma. Rúm­lega 65% þeirra sem hafa fengið hluta­bætur eru bú­settir á höfuð­borgar­svæðinu og um 10% á Suður­nesjum.

Um 42% við­tak­enda eru á aldrinum 25-39 ára og um 37% á aldrinum 40-59. Meiri­hluti við­tak­enda hluta­bóta eru karl­menn eða um 56% og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hluta­bætur störfuðu um 37% í ein­kennandi greinum ferða­þjónustu.