Alls greindust 59 innanlandssmit í gær en af þeim voru 19 utan sóttkvíar við greiningu. Í sóttkví eru nú 2.283 manns en þeim fækkar um tæplega 200 frá því í gær.

Nú eru 1.048 manns í einangrun með virkt smit. Tæplega 2.300 sýni voru tekin til greiningar innanlands en 21 smit greindist við sóttkvíar- og handahófsskimun.

Á sjúkrahúsi eru nú 53 inniliggjandi og fjölgar þeim um þrjá á milli daga. Fjöldi fólks á gjörgæslu fækkar þó um tvo milli daga og er nú aðeins einn á gjörgæslu með COVID-19.

Níu manns greindust við landamæraskimun en þar af greindist einn með virkt smit við seinni landamæraskimun. Beðið er eftir mótefnamælingu úr hinum sýnunum.

Rúmlega 400 sýni voru tekin við landamæraskimun en alls eru nú 1.475 í skimunarsóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð.