Í þessari viku verða 5.800 einstaklingar bólusett með bóluefni Pfizer. Af þeim fá 2.500 einstaklingar fyrri bólusetningu. Þá verður stór hópur heilbrigðisstarfsmanna bólusettur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá embætti landlæknis.

Í síðustu viku hófust aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca og var bólusett í aldurshópum 70 ára og eldri. Um 4.300 einstaklingar fengu fyrri bólusetningu föstudaginn 26. mars. Áfram verður bólusett með efninu í eldri aldurshópum.