Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra kynnti í dag á­kvörðun sína um að veita 57 milljóna króna fram­lag til Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins til að fjölga sér­náms­stöðum í heimilis­lækningum um fimm. Á fjár­lögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þver­fag­lega þjónustu heilsu­gæslunnar. 

Greint er frá á vef vel­ferðar­ráðu­neytisins.

Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins leitaði til ráðu­neytisins í sumar með ósk um við­bótar­fjár­veitingu í þessu skyni. Nú eru 46 læknar í sér­námi í heimilis­lækningum eftir um­tals­verða fjölgun í sumar með þrettán nýjum náms­stöðum. Af þeim eru 30 á Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, 8 á Heil­brigðis­stofnun Norður­lands, 6 á Heil­brigðis­stofnun Suður­lands og hinir tveir eru á heil­brigðis­stofnununum á Austur­landi og Suður­nesjum. 

„Þörf fyrir að fjölga sér­náms­stöðum í heimilis­lækningum er tví­þætt. Annars vegar er fjölgun sér­fræðinga í heimilis­lækningum mikil­væg til að fylgja eftir á­herslum stjórn­valda um eflingu heilsu­gæslunnar og aukið hlut­verk hennar innan heil­brigðis­kerfisins. Hins vegar er meðal­aldur starfandi sér­fræðinga í heimilis­lækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftir­laun á næstu árum,“ segir í til­kynningu á vef ráðu­neytisins. 

Svan­dís sagði frá á­kvörðun sinni varðandi sér­náms­stöðurnar í húsa­kynnum Þróunar­mið­stöðvar heilsu­gæslunnar sem sett var á fót í sumar.

„Þar er sér­stak­lega getið um góðan árangur varðandi bætt að­gengi að heilsu­gæslunni, stór­aukna sál­fræði­þjónustu fyrir börn og á­vinninginn af því að setja á fót hjúkrunar­vakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er veru­lega á­nægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórn­endum og starfs­fólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við not­endur,“ er haft eftir Svan­dísi á vef ráðu­neytisins.