Í gær greindust 57 smit innalands. Ekkert smit greindist á landamærunum. Af þeim sem greindust voru 40 prósent í sóttkví, eða alls 23 einstaklingar.

Nærri helmingi færri sýni voru tekin í gær en dagana á undan, eða alls um 2.500 sýni.

Alls eru nú 18 á sjúkrahúsi en í gær voru 21. Alls eru 1.380 í einangrun með Covid-19 og 2.358 í sóttkví.

Ekki hafa verið uppfærðar tölur um fjölda bólusettra meðal smitaðra á covid.is síðan fyrir helgi.

Fréttin hefur verið uppfærð.