Alls greindust 56 ný innan­landsmit síðast­liðinn sólar­hring. Þá eru 979 í ein­angrun en þeir voru 996 í gær. Þá liggja 64 inn á sjúkra­húsi, þar af 4 á gjör­gæslu.

Af þeim sem greindust í gær voru 17 utan sótt­kvíar en hinir 39 voru í sótt­kví.

Um 1.700 sýni voru tek­in inn­an­lands í gær og 397 við landa­­mær­in. Þá eru 1.862 í sótt­kví og 1.294 eru í skimunar­sótt­kví en í þeim hópi eru þeir sem þurfa að fara í sótt­kví á milli skimana á landa­­mær­un­um.